Á fyrstu myndinni má sjá Magnús með Saab við fjallið Lómagnúp í V-Skaftafellssýslu(held ég). Seinni myndin er tekin við Dyrhólaey, sjá má Reynisdranga í fjarska
Tja seinni myndin er tekin uppá Dyrhólaey já, og á fyrri myndini má sjá Magnús já, en fjallið heitir ekki Lómagnúpur. http://www.klaustur.is/images/726.jpg Reynir
Eystrahorn er fjall (756 m) fremst á Hvalnesi austan við Lónssveit í Austur-Skaftafellssýslu. Á milli Eystrahorns og Vestrahorns er löng sandfjara og innan þess tveir firðir eða lón, Papafjörður og Lónsfjörður. Eystrahorn er snarbratt fjall, að mestu úr gabbró og granófýr. Ýmsir málmar svo sem gull, silfur og kvikasilfur hafa fundist í fjallinu.
Fyrrum hét fjallið Hvalneshorn og þá hét Vestrahorn Eystrahorn. Þá var Horn á Hornströndum kallað Vestrahorn. Nokkur fjöll á Íslandi eru úr gabbró. Þar má nefna Vestrahorn og Eystrahorn. Hornin eru berghleifar, innskot úr djúpbergi sem hefur storknað djúpt í jarðskorpunni.
Gabbró hefur stundum verið kallað horngrýti í gamansömum tón, vegna þess að það finnst við hornin tvö sem áður voru nefnd, Vestrahorn og Eystrahorn.
Þannig er nú það. Ég þakka þeim sem þátt tóku vel og mikið og allir þáttakendur fengu vonandi gleði af að taka þátt.
4 comments:
Á fyrstu myndinni má sjá Magnús með Saab við fjallið Lómagnúp í V-Skaftafellssýslu(held ég).
Seinni myndin er tekin við Dyrhólaey, sjá má Reynisdranga í fjarska
Sigurgeir
Tja seinni myndin er tekin uppá Dyrhólaey já, og á fyrri myndini má sjá Magnús já, en fjallið heitir ekki Lómagnúpur. http://www.klaustur.is/images/726.jpg Reynir
Ég ætla að segja að þetta sé í Lóni austan við Hornafjörð (?)
Mar-Knútur
Eystrahorn er fjall (756 m) fremst á Hvalnesi austan við Lónssveit í Austur-Skaftafellssýslu. Á milli Eystrahorns og Vestrahorns er löng sandfjara og innan þess tveir firðir eða lón, Papafjörður og Lónsfjörður. Eystrahorn er snarbratt fjall, að mestu úr gabbró og granófýr. Ýmsir málmar svo sem gull, silfur og kvikasilfur hafa fundist í fjallinu.
Fyrrum hét fjallið Hvalneshorn og þá hét Vestrahorn Eystrahorn. Þá var Horn á Hornströndum kallað Vestrahorn.
Nokkur fjöll á Íslandi eru úr gabbró. Þar má nefna Vestrahorn og Eystrahorn. Hornin eru berghleifar, innskot úr djúpbergi sem hefur storknað djúpt í jarðskorpunni.
Gabbró hefur stundum verið kallað horngrýti í gamansömum tón, vegna þess að það finnst við hornin tvö sem áður voru nefnd, Vestrahorn og Eystrahorn.
Þannig er nú það. Ég þakka þeim sem þátt tóku vel og mikið og allir þáttakendur fengu vonandi gleði af að taka þátt.
Post a Comment