Stöðvum svínin áður en þeir skyggja á útsýnin.


2 comments:

Anonymous said...

Jeg vurderer å slutte å drekke,
jeg vurderer å slutte å le
Jeg vurderer å slutte å lytte og se,
bare gi opp og håpe at hue mitt lar meg i fred

Anonymous said...

Ýmis verktakafyrirtæki hafa keypt upp mörg gömul hús í miðbæ Reykjavíkur og viljandi látið þau grotna niður svo að flestum finnist þau vera einskis virði eða kofarusl eins og sumir orða það. Ef þeir hefðu ekki keypt húsin og setið á þeim eins og gæs á gulleggi væri líklegt að áhugasamir einstaklingar væru löngu búnir að gera þau upp sjálfir og fluttir inn.

Út um gluggann hjá mér sé ég eitt þessara húsa, Bergstaðastræti 20 (sólarupprás máluð á gaflinn) frá 1902. Þar hefur enginn búið sl. 8-9 ár og útlit hússins er til háborinnar skammar, brotnar rúður, ryðgað bárujárn, o.s.frv. Eigandi þessa húss er skráður Þ.G. verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 R. Beint á móti þessu húsi er annað minna bárujárnsklætt hús frá 1896 sem nýlega var verðlaunað fyrir smekklega enduruppgerð og er til mikils sóma. Þarna má sitthvoru megin við götuna sjá þetta sem tekist er á um; óprúttna úthverfaverktaka sem reyna að maka krókinn á að byggja sem mest fyrir sem minnstan pening og hins vegar fólkið sjálft sem vill búa í fallegum uppgerðum húsum í gamla bænum. Synd fyrir fólkið í litla húsinu á nr. 19 að það sjái bara stóra og niðurnídda húsið þegar það kíkir út um gluggann.

Annað gott dæmi er Flatey. Þar voru yfirgefin gömul hús í stórum stíl í kring um 1970 þegar ég kom þangað með foreldrum mínum. Sem betur fer varð á svipuðum tíma til áhugi á að gera þessi hús upp áður en einhver sveitarstjórinn ákvað að ryðja öllu burt. Nú eru þessi hús öll smekklega uppgerð og í fínu standi. Þau fást ekki keypt þó að háar upphæðir séu í boði. Líklega er þarna hæsta fermetraverð á landinu öllu. Skrýtið?

Sigurður Hr. Sigurðsson, 9.1.2008 kl. 18