Nefnið þrjár byggingar sem á þessari mynd sjást.


1 comment:

Anonymous said...

1.Hallgrímskirkja er kennd við prestinn og skáldið Hallgrím Pétursson (1614-1674), sem kunnur er fyrir Passíusálmana. Hún stendur efst á Skólavörðuholtinu með 73 m háan turn, sem gerir hana að mest áberandi mannvirki borgarinnar og þar með eitt aðalkennileiti hennar. Útsýni er frábært úr turninum á góðum degi. Gjald er tekið fyrir notkun lyftunnar í turninum.

2.Landshöfðingjahúsið, Skálholtsstíg 7.
Magnús Stephensen, landshöfðingi, lét reisa þetta hús til að flytjast í að loknum starfsferli sínum við stofnun heimastjórnar árið 1904. Hann bjó þarna til dauðadags 1917.

Embættismenn fóru að reisa sér hús í Þingholtunum í framhaldi þessarar byggingar. Þeir höfðu flestir búið í Kvosinni, sem var ekki lengur í tízku.

Landshöfðingjahúsið gekk nokkuð oft kaupum og sölum og loks leit út fyrir, að það yrði rifið. Þá Keypti Menningarsjóður húsið og var gert upp og fært til upprunalegs horfs á kostnað Menntamálaráðs.

Turn hússins er nokkuð sérstakur og því var það og er enn þá nefnt Næpan.

3.Miðbæjarskólinn,Fríkirkjuvegur 1.
Skólinn var fullbyggður árið 1898. Talið er, að hann hafi verið byggður úr timbri vegna hræðslu við jarðskjálfta í kjölfar þeira á Suðurlandi árið 1896. Þessi skóli var eini almenni barnaskólinn fram yfir 1930. Hann var einnig notaður til margs konar annarrar starfsemi, samkomur og sýningar og fundir voru tíðir í skólaportinu á fyrri hluta 20. aldar. Þarna var aðalkosningamiðstöð í alþingis- og bæjarstjórnarkosningum.